Flestir hafa trú á Davíð Oddssyni til að leiða Ísland út úr kröggum sínum.
Ég er ekki einn af þessum "flestum". En það er áhyggjuefni að svona margir skuli láta það hvarfla að sér að þessi... þessi.. freki karl sé lausnin á vandamálum okkar. KOMMON! Díses kræst!
Að því sögðu, þá á ég ennþá eftir að sjá að núverandi ríkisstjórn hafi lausnirnar. Gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Gylfa Arnbjörnssyni, Samfylkingunni, ál-auðhringunum og öðrum óvinum fólksins er klárlega þörf fyrir einhvern sem getur sett hnefann í borðið þegar það á við. Davíð gæti svosem líklega gert það. En það dugir skammt eitt og sér.
Ég veit ekki hvort er verra, að ríkisstjórnin "meini vel" en láti í sífellu undan öflum spillingar, mannfjandskapar og heimsku, eða að hún meini bara illa á gamla mátann. Það kemur víst í sama stað niður.
Wednesday, October 28, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Ætli þetta með hnefann og borðið sé ekki fyrst og fremst ástæðan fyrir því að fólk telur Davíð ákjósanlegan til að "leiða" þjóðina?
ReplyDeleteAthugaðu samt að þetta er afskaplega dúbíos könnun. "Fyrirtækið Markaðs- og miðlarannsóknir gerði könnuna, hún var gerð gegnum netið, 968 manns svöruðu en þeir voru valdir úr hópi tæplega 12 þúsund álitsgjafa fyrirtækisins." Sumsé, helblátt fyrirtæki að gera könnun meðal vina og kunningja - og samt slefar Davíð bara yfir Steingrím og Jóhönnu ...
ReplyDeleteJæja, þessi könnun má eiga það að hún virðist vera tortryggileg.
ReplyDelete