Brottvísun flóttamanns er morð. Ragna Árnadóttir ber ábyrgð á því ef eitthvað kemur fyrir Nour Al-Azzawi. Ef hann endar einhvers staðar þar sem fer sæmilega um hann, þá er það ekki Rögnu Árnadóttur að þakka. Hún ákvað að senda hann úr landi vegna þess að henni var það heimilt, hún var ekki neydd til þess. Kennir svo dómsmálaráðuneytið við mannréttindi, góður þessi.
Hvað sem Ragna segir, þá er þessi ákvörðun auðvitað jafn rammpólitísk og hún er ísköld og raunveruleg. Er ég ósanngjarn ef ég velti því fyrir mér hvort Ragna sé lituð af bakgrunni sínum í lögfræðilegri akademíu og skoði þetta sem lögfræðilegt álitamál, þegar það er í raun pólitískt? Hún er sérfræðingur í lögum, ekki í stjórnmálum. Hver mundi ráða lögfræðing til þess að taka pólitískar ákvarðanir?
Monday, October 19, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment