Monday, October 26, 2009

Stöðugleikasáttmálinn

Það lítur út eins og það sé allt í stáli með þennan stöðugleikasáttmála. Hafa fleiri en ég það á tilfinningunni að þetta sé bara blöff og skúespil og hótanir eins lélegasta verkalýðsleiðtoga í heimi séu innantómt blaður? Ég spái því að þetta fari svona: Ríkisstjórnin efnir ekki sitt. SAÍ hótar að slíta samningnum en "gefur eftir" á síðustu stundu. Semja við ríkisstjórnina um að halda áfram að "reyna að ná stöðugleika" til að kaupa tíma. Svo klikkar ríkisstjórnin aftur, Gylfi Arnbjörnsson sakar hana um að "fylgja ekki hollráðum" AGS nógu vel, en gefur samt aftur eftir þegar á reynir. Svona mun þetta halda áfram þangað til við fáum stéttvís forysta tekur yfir annað hvort Alþýðusambandið eða ríkið. Af Jóhönnu, Steingrími, Gylfa Arnbjörnssyni og Vilhjálmi Egilssyni, þá treysti ég þeim síðastnefnda eiginlega best. Þau eru öll talsmenn auðvaldsins en Vilhjálmur þykist þó ekki vera eitthvað annað.

No comments:

Post a Comment