Wednesday, October 21, 2009

Fundur Rauðs vettvangs á föstudagskvöld

Á föstudagskvöldið kemur verða fjáröflunarkvöldverður og fundur Rauðs vettvangs í Friðarhúsi, við Njálsgötu 87.

Borðhald hefst klukkan 18:30 og stendur til tæplega 20:00. Réttur kvöldsins er ekki ákveðinn ennþá en verður eflaust mjög ljúffengur! Hann mun aðeins kosta 1500 krónur.

Sjálfur fundurinn hefst klukkan 20:00 stundvíslega. Efni hans er tiltölulega einfalt: Starfið framundan. Hver er niðurstaðan eftir vel heppnaða ráðstefnuna 10.-11. október? Hver verða næstu skref? Hvernig styrkjum við hreyfinguna? Hver eru helstu verkefni framundan? Hvernig heyjum við baráttuna fyrir vörn heimilanna og gegn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum?

Fundurinn er opinn öllum áhugasömum og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.

No comments:

Post a Comment