Friday, October 16, 2009

Gylfi Arnbjörnsson barst hér í tal á dögunum. Nú treður hann aftur upp með opinskáum yfirlýsingum um stuðning við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn! Kommon, díses kræst! Getur Alþýðusambandið ekki farið að skipta um formann!? Gylfi hlýtur að vera eini formaður verkalýðshreyfingar í heiminum sem styður þennan fáránlega glæpasjóð. Enda fáránlegur formaður, alveg hrikalegur.

2 comments:

  1. Ég er ekki viss um að verkalýðshreyfingin geri sér grein fyrir hlutverki sínu lengur. Það að hún geti ekki drattast á lappir á meðan "vinstristjórn" situr í stjórnarráðinu er heldur betur vísbending um vanhæfi.
    Ekki veit ég hvað gekk á hjá þeim í góðærinu en að mér læðist grunur.
    Á opinberum vettvangi er hættulegt að saka fólk um spillingu og mútuþægni svo ég geri það ekki.
    kv
    Elvar

    ReplyDelete