Sunday, November 6, 2005

Írak, enn og aftur

Juan Cole heldur því fram að skelmirinn al Zarqawi sé uppblásinn af stríðsaðiljum í Írak. Billmon rekur hans afstöðu og sína eigin. Án þess að ég þykist vera einhver sérfræðingur í málefnum Íraks, þá held ég að Cole ofmeti Baathista- elementin í írösku andspyrnunni mjög. Ég held að þetta sé í raun nokkuð einfalt: Innrásin í Írak getur af sér andspyrnu almennra borgara og atvinnulausra hermanna. Þessi andspyrna er í fyrstu lítið skipulögð en tekur á sig skipulag í starfi sínu. Inntak andspyrnunnar er særð réttlætiskennd Íraka en yfirbragðið er að einhvejru leyti trúarlegt, einfaldlega vegna þess að þegarríkisvaldið hrynur, þá eru trúarbrögðin helsti strúktúrinn sem er eftir, sameiningartákn og samstarfsvettvangur. Bandaríkjamenn gera sitt besta til að kljúfa andspyrnuna, fyrst með því að hlaða undir Kúrda og shí'íta, síðan með því að sviðsetja árásir sem verða kveikjan að innbyrðist trúflokka/ættbálkaerjum. Grafið er undan lögmæti og trúverðugleika andspyrnunnar með því að ljá henni framandlegt yfirbragð ("foreign jihadists" sem þó eru ekki nema um 6% af andspyrnunni og auk þess styrkir vera þeirra í Írak réttan málstað) og glæpsamlegt/níðingslegt ("al Zarqawi" fremur hryllilegar aftökur við grunsamlegar kringumstæður, rænir vestrænum blaðamönnum o.s.frv.).
Bandaríkjamenn geta barist og barist gegn írösku andspyrnunni, en þeir geta ekki brotið hana á bak aftur án þess að drepa hálfa þjóðina í leiðinni. Eina leiðin til þess að íraska andspyrnan hætti er að hernáminu linni og Bandaríkjaher snáfi heim til sín. Svo lengi sem hann er þarna mun hann halda áfram að espa írösku þjóðina á móti sér, og svo lengi mun andspyrnan loga. Ástæðan er einföld: Hagsmunir Bandaríkjastjórnar og hagsmunir írösku þjóðarinnar eru díametrískt andstæðir. Bandaríska elítan vill yfirráð yfir olíuauðlindum Íraks, að Írakar verðleggi olíuna sína í dollurum, ekki €vrum, og strategíska stöðu í nafla mesta olíusvæðis í heiminum, í og með til að hafa ekki öll egg í sömu körfu þar sem Saúdi-Arabía er. Eðlilega kæra Írakar sig ekki um að vera bara einhver bakþúfa fyrir bandaríska heimsveldið, síst þó ef það kostar þá olíulindirnar, frumburðarrétt sinn. Hvað er þá eðlilegra en að þeir grípi til vopna? Því fyrr sem íraska þjóðin hrekur heimsvaldasinna af höndum sér, þess betra.
=== === === ===
"Ekkert lát á óeirðum í París" segir RÚV. Það er naumast.
=== === === ===
Grein um raunveruleikasjónvarp og stjórnmálamenn sem fara eftir fyrirfram sömdu handriti.

No comments:

Post a Comment