Saturday, November 5, 2005

Remember, Remember the Fifth of November...

Þennan dag fyrir 400 árum, þann fimmta nóvember 1605, var hinn kaþólski Guy Fawkes gripinn glóðvolgur í kjallara enska þingsins með 36 tunnur (2,5 tonn) af byssupúðri sem hann ætlaði að nota til að sprengja húsið í loft upp ásamt mótmælenda-aðlinum og konungsfjölskyldunni á þingsetningardaginn, en þannig ætlaði hann að leggja grunninn að nýju veldi kaþólskra á Englendi. Fawkes var pyntaður og tekinn af lífi fyrir landráð og drottinsvik.
Hann og samsærismenn hans unnu með vitund kaþólsku kirkjunnar og meira að segja sjálfs páfans, en það sem meira er, þeir unnu með vitund ráðherra í ensku stjórninni, Lord Monteagle, sem hafði komið því til leiðar að þeir hefðu aðgang að kjallaranum, án þess að þeir vissu að hann hefði komið nálægt því. Lord Monteagle leiddi Guy Fawkes og félaga í gildru. Í staðinn fyrir að grípa inn í samsærið um leið og hann varð þess vís, þá lét hann þá halda því áfram en greip inn í á síðustu stundu. Englendingar voru felmtri slegnir, og með þessi svikráð að skálkaskjóli gerðu stjórnvöld aðför að borgararéttindum á Englandi, sem þeir réttlættu með „öryggisástæðum“ - vegna raunverulegrar og ímyndaðrar ógnar af kaþólikkum. Ógnaröld ofsókna gekk í garð.
=== === === ===
Rússar styðja Gyanendra einræðisherra í Nepal. Það ættu þeir ekki að gera.
=== === === ===
Er sameining Norður- og Suður-Kóreu vonlaus? Ekki aldeilis. Jákvætt merki: Kórea verður með eitt, sameiginlegt lið á Ólympíuleikunum 2008.
=== === === ===
Mullah Ómar er sagður hafa sent frá sér tilkynningu.
=== === === ===
Daniel Martin, 35 ára Bandaríkjamanni, hafa verið dæmdar bætur vegna Gulf War Syndrome, fyrstum manna. Þetta er stórt skref í átt tilviðurkenningar á því að Gulf War Syndrome sé til í alvörunni og sé ekki bara heilaspuni. Það er gott.
=== === === ===
Af þessari frétt þykir mér vera stækja af óvönduðum fréttaflutningi og rasisma.
=== === === ===
Bandaríkjamenn farnir að plana Kúbu með engum Kastró.
=== === === ===
Búist við miklum átökum á fundi leiðtoga Ameríkuríkja“ - „Fulltrúar Bandaríkjanna munu reyna að sannfæra fulltrúa hinna landanna um að fríverslun, aukin einkavæðing og virkara lýðræði sé besta leiðin til þess að draga úr fátækt í álfunni.“ [leturbreytingar mínar] -- Virkara lýðræði, já? Hvenær undanfarna öld hefur bandaríska elítan stuðlað að virkara lýðræði? Ég spyr. Þeir geta trútt um talað.
=== === === ===
Leturbreytingar mínar:
Venezuela Chavez Says U.S. Won't Sell F-16 Jet Parts [...]
``Now they don't want to sell us maintenance parts for the F-16s,'' Chavez said today in a televised speech in Caracas. ``Not only that, when we try to find parts in other countries, the U.S. pressures them not to sell to us.''
Venezuela bought 24 F-16s from the U.S. in 1983 and three have since crashed. Venezuela bought 100,000 AK-103 rifles from Russia in May, part of a $120 million contract for military helicopters and aircraft.
``Maybe we'll have to buy Russian or Chinese planes to defend ourselves.'' Chavez said. ``We don't need U.S. imperialism to live. Maybe will send Cuba 10 planes. Or maybe give them to China so they can see the technology of the planes.''

No comments:

Post a Comment