Friday, November 4, 2005

Fróðlegt viðtal; pyntingar; óeirðir; hryðjuverkaógn

Hér getur að líta stórfróðlegt viðtal við George Burdi, nasistann sem stofnaði Resistance Records en hefur nú snúið frá villu síns vegar og afneitað kynþáttahatri. Viðtalið veitir góða innsýn í hugarheim rasista og hvernig þeir starfa, og hvernig maður eins og Burdi losnaði úr viðjum fordóma og haturs.
=== === === ===
Búist við miklum átökum á fundi leiðtoga Ameríkuríkja“ - „Fulltrúar Bandaríkjanna munu reyna að sannfæra fulltrúa hinna landanna um að fríverslun, aukin einkavæðing og virkara lýðræði sé besta leiðin til þess að draga úr fátækt í álfunni.
=== === === ===
Bandaríkjamenn réttlæta stefnu sína í skýrslu til Sþ“ af skefjalausri hræsni, yfirdrepsskap og hártogunum. Þessir menn segir íslenska íhaldið að séu vinir okkar. Tali þeir fyrir sjálfa sig. Af vinunum skuluð þér þekkja þá.
=== === === ===
Óeirðirnar halda áfram í úthverfum norðan Parísar og færast í aukana frekar en hitt. Parísardaman hefur bent mér á að óeirðirnar eru ekki í hinni eiginlegu Parísarborg heldur talsvert utan hennar, kannski ámóta og Keflavík miðað við Reykjavík.
=== === === ===
Hæstiréttur dæmir Ástþóri bætur, krónur 150.000, fyrir að hafa sætt gæsluvarðhaldi saklaus. Með öðrum orðum, Ástþór fór með rétt mál og varaði réttilega við hryðjuverkaárásum á íslenskar flugvélar. Það þarf að fletta nánar ofan af þessu ... hvaða flugfélög það eru sem stofna farþegum sínum í mögulega hættu á að verða skotmörk.

No comments:

Post a Comment