Friday, November 4, 2005

Æðið hefur gripið um sig

Einhvern sá ég benda á þetta. Meiriháttar.
=== === === ===
Í fyrradag keypti ég nýjar bjöllur og nafnspjöld á kettina mína tvo. Náði öðrum kettinum og setti græjurnar á hálsbandið. Þegar kötturinn stóð upp og gekk af stað trompaðist hann alveg, trompaðist. Æddi um eins og óður væri, ólmaðist í teppum og húsgögnum og ég hélt hann væri orðinn eitthvað verri. Það var nýja bjallan sem var svona hávær að kötturinn hálfgeggjaðist af henni. Ég tók hana af honum aftur í miskunnsemi minni og setti ekki svona bjöllu á hinn köttinn. Hrikalega háværar bjöllur, reyndar.
Nokkru seinna lá hinn kötturinn á gólfinu og flatmagaði. Ég fiktaði eitthvað með bandspotta yfir honum og kötturinn fylltist áhuga á bandspottanum og lék sé rheilmikið með hann. Þegar hann var búinn að „veiða“ eþennan verðuga andstæðing byrjaði hann að sporðrenna spottanum. Nú var spottinn fastur í annan endann, en ég horfði á köttinn gleypa meira og meira þangað til ekki nema nokkrir sentimetrar stóðu út úr honum. Þá tók ég í taumana og dró 20 sentimetra af bandi upp úr kettinum. Ég veit ekki hvor var meira hissa, kötturinn eða ég.

No comments:

Post a Comment