Tuesday, February 8, 2005

Vopnahléi lýst yfir í Palestínu. Ég held ég leyfi mér bara að vera vongóður, þótt bjartsýni mín sé af skornum skammti.



Samkvæmt þessari könnun mundi ríkisstjórnin falla naumlega ef kosið væri nú og stjórnarandstaðan gæti myndað stjórn með mjög naumum meirihluta. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað stjórn með vænum meirihluta. Maður á nú von á að sú verði raunin eftir næstu kosningar. Viðeyjarstjórnin II. Hvað ætti Samfylkingin að vera að púkka upp á VG og Frjálslynda flokkinn?

~~~~ ~~~~ ~~~~ ~~~~



Ég stóð í dag frá því upp úr 11 þangað til rétt fyrir 12 fyrir framan Stjórnarráðið við annan mann, með skilti. Á morgun er mótmælastaða milli 12 og 13, og þá vonar maður að mætingin verði aðeins betri. Áletrun dagsins í dag var: "Sprengidagur á Íslandi - sprengidagur í Írak".

~~~~ ~~~~ ~~~~ ~~~~



Ég þarf að fara að uppfæra linkalistann hér til hliðar. Geri það á morgun.

No comments:

Post a Comment