Wednesday, February 16, 2005

Á næstu mánuðum verða haldin þemakvöld á ensku í Snarrót, með framsögum og umræðum sem fara fram á ensku. Kvöldin verða öllum opin, en sérstaklega hugsuð fyrir þá sem eru ekki sleipir í íslensku. Dagskrá verður auglýst síðar, en dagsetningarnar verða þessar: 1. mars, 15. mars, 5. apríl, 19. apríl, 3. maí og 17. maí.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Aðalfundur Félagsins Ísland-Palestína verður haldinn í Norræna húsinu sunnudaginn 20. febrúar klukkan 16:00.

Dagskrá:
1. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í máli og myndum frá nýlegri ferð sinni til hertekinnar Palestínu.
2. Venjuleg aðalfundarstörf.

Allir velkomnir.

~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Frétt: Kristinn H. Gunnarsson fer í þrjár nefndir og er tekinn í sátt af þingflokki Framsóknarflokksins. Vonir standa til að hann verði ekki til vandræða á landsfundi flokksins síðar í mánuðinum. Ég held að ég hefði brugðist verr við en Kristinn gerði, ef ég hefði lent í því sama. Mér finnst hann samt koma út úr þessu sem meiri maður. Ég var annars að komast að því að Kristinn er með heimasíðu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Þetta morð í Beirút, þar sem Rafiq al-Hariri var myrtur, hefur vakið athygli. Risastór sprengja, ítarleg skipulagning, nákvæmar upplýsingar .. þarna var leyniþjónusta á ferðinni. Meðan margir fingur benda á Sýrlendinga, þá bendir ýmislegt til að verið sé að gera þá að blóraböggli. Hér er kenning: Leyniþjónusta Bandaríkjanna eða Ísraels framdi morðið til þess að réttlæta herta afstöðu gegn Sýrlendingum, þar á meðal að settur verði þrýstingur á þá að draga herinn út úr Líbanon, og að búa í haginn fyrir efnahagsþvinganir eða stríðsæsingar gegn þeim. Annars vil ég benda á þessa ágætu grein um morðið.

No comments:

Post a Comment