Thursday, February 24, 2005

Trúboðsskandallinn heldur áfram. Siðmennt hvetur menntmálayfirvöld til að sjá til þess að trúboði verði hætt strax. Vil líka benda á þetta.

Þeim, sem vilja eyða peningunum sínum í rusl, vil ég benda á að kaupa sér svona græju.

Sýrlendingar segjast ætla að verða samstarfsfúsir við Líbani og draga her út úr Líbanon og hjálpa við rannsóknina á morðinu á Hariri um daginn. Í Fréttablaðinu í gær var stórgóð grein um Sýrland eftir Jón Orm Halldórson.

Ný ríkisstjórn samþykkt í Palestínu. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn á að það takist að koma upp vísi að borgaralegu ríki í Palestínu. Frjálst, fullvalda réttarríki er ekki á næsta leiti, en vísir að borgaralegu ríki gæti verið það. Það væri skömminni skárra en það sem nú er, en ennþá mun þurfa gríðarlegar breytingar. Það er t.d. tómt mál að tala um frið ef ekkert er réttlætið, og hvar er réttlætið meðan landtakan er í algleymingi og múrinn rænir risastórum skákum af Vesturbakkanum? Áætlunin um að leggja niður landtökubyggðir á Gaza er réttara sagt áætlunin um að styrkja landtökubyggðir á Vesturbakkanum í sessi!

No comments:

Post a Comment