Thursday, February 3, 2005

Vopnahlé í vændum í Palestínu? Ég vona það. Vona að það verði meira en bara stund milli stríða, þótt hitt sé óneitanlega líklegra. Vísa hér með aftur á góða grein meistara Avnerys um þetta mál og tilfinningar mann um þessar mundir.

~~~~~~~~~~~~



Sagt að það sé að hitna undir Gyanendra Nepalskonungi, sem var að skipa nýja ríkisstjórn með sjálfan sig í forsæti og segist ætla að ríkja sjálfur næstu þrjú árin. Hefur kóngur m.a. sagt að á þessum þremur árum muni hann "koma lýðræðinu aftur í samt lag" í landinu. Ekki líkleg niðurstaða. Ef maóistarnir verða ekki búnir að steypa honum eftir þrjú ár verð ég hissa. Talandi um maóistana, þá fordæmir Prachanda formaður þessar gjörðir konungs, kallar hann einsræðissinna og landráðamann. Ég sé ekki betur en að hann hitti naglann á höfuðið. Um leið hafa maóistar lýst yfir þriggja daga allsherjarverkfalli frá og með morgundeginum. Ég veit ekki hvort það er óskhyggja í mér, en í útliti minnir Gyanendra konungur mig aðeins á dómsmálaráðherra ónefndrar eyju í N-Atlantshafi...

No comments:

Post a Comment