Wednesday, February 23, 2005

Saklausum börnum spillt í skólanum


Ég er alveg bit yfir þessari frétt! Jónína Guðmundsdóttir, skólastjóri í Holtaskóla, sér ekkert athugavert við að boða börnum trú í skólanum, innræta þeim ranghugmynd, menga huga þeirra áður en þau koma sér upp gagnrýninni hugsun til að taka afstöðu til trúarbragða. Hvernig ætli henni þætti að hefja skóladaginn á íslamskri bæn?
Úff, mig sundlar beinlínis af því að sjá þessum krökkum spillt svona. Ef skólastjórinn Jónína sér ekki trúboðið í þessu og skilur ekki hvað er að því, þá hefur hún ekki burði til að gegna þeirri ábyrgðarstöðu að vera skólastjóri. Annars vísa ég í grein um þetta á Vantrú og tek undir með Matta Á. og Óla Gneista.

No comments:

Post a Comment