Monday, February 7, 2005

Afrek dagsins, Kviksaga, háskólapólitík, fréttir



Ég fór áðan og stóð í klukkutíma fyrir framan Stjórnarráðið með skilti. Ætla aftur á morgun.



Það hefur verið opnað nýtt vefrit um sagnfræði, Kviksaga. Lítið á þessa stórglæsilegu síðu!



Önnur stórglæsileg síða sem fólk (einkum þeir sem hafa kosningarétt í kosningunum í Stúdentaráð) ætti að kíkja á er heimasíða Háskólalistans, framsækna og málefnalega listans í háskólapólitíkinni. Röskvaka er pólitískur leikskóli sem gerir ekki annað en spilla fyrir hagsmunabaráttu stúdenta. Háskólalistinn, já takk!



(Gleymið heldur ekki Alþýðulistanum!)

~~~~~~~~~~~~~~~~



Úr fréttum:

* Samtök herstöðvaandstæðinga fóru í óvissuferð á sama tíma og Bandaríkjaher hélt heræfingu á Íslandi. Nú heldur Bandaríkjaher heræfingu á Filippseyjum og New People's Army tekur heldur dýpra í árinni.

* Á meðan filippeyskir maóistar hóta Bandaríkjaher hóta nepalskir maóistar harðstjóranum Gyanendra. Prachanda formaður ráðleggur Nepölum að birgja sig upp af nauðsynjum; ef harðstjórinn dragi ekki andlýðræðis-ráðstafanir sínar frá því um daginn til baka, þá verði hart látið mæta hörðu.

* Hér er greinarstúfur um umsátursástandið í Nepal. Stjórnarherinn situr í virkjum sínum, maóistar fara sínu fram.

* Kim Jong-il er byrjaður að auka veg sona sinna, væntanlega til að einn þeirra muni taka við eftir hans dag, en Kim er 63ja ára. Ef arftakinn heitir Kim Jong-Ill, þá splæsi ég umgang!

No comments:

Post a Comment