Friday, February 18, 2005

Fasistinn John Negroponte, einnig þekktur sem Dauðasveita-Djonn, er nýr yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, allra 15. Um leið og hann er hreint afleitur kostur, þegar annars vegar er embætti með mikla ábyrgð og mörg tækifæri til að láta illt af sér leiða, verður að viðurkennast að Bandaríkjastjórn er sjálfri sér samkvæm og lætur ekki slá sig út af laginu. Til fasistaríkis skal stefnt og engar refjar!

Frétt: Fangar Bandaríkjamanna í Afghanistan sæta hrikalega illri meðferð. En sú frétt. Fyrir utan að þetta segir sig sjálft og er bara í stíl við vinnubrögð Bandaríkjastjórnar, þá hefur þetta verið vitað lengi. Ég hef vitað þetta lengi. Mig minnir að það hafi verið sirka í desember 2001 sem ég frétti fyrst af illri meðferð Bandaríkjahers á föngum í Afghanistan.

No comments:

Post a Comment