Tuesday, February 1, 2005

Alvarlegar fréttir frá Nepal



Einræðisherrann Gyanendra í Nepal tekur öll völd í landinu og lýsir yfir neyðarástandi! Sviptir "forsætisráðherrann" (kanslarann) umboði sínu, og þá kemur í ljós hver það er sem öllu ræður: Gyanendra sjálfur. Þennan mann sögðust Bandaríkjamenn styðja vegna þess að þeir styddu "lýðræðið" ... að mínu mati ein afkáralegasta stuðningsyfirlýsing sem ég hef heyrt. Gyanendra er í hæsta máta ólýðræðislegur. Í fréttum RÚV segir að ráðherrar séu í stofufangelsi og að þingið hafi ekki komið saman frá 2002. Birendra, kóngurinn sem var myrtur, átti í viðræðum við maóistana og hafði gefið tilslakanir í lýðræðisátt 1990, m.a. að þingið væri stofnað. Nú eiga maóistarnir eftir að færast í aukana.

No comments:

Post a Comment