Friday, February 11, 2005

Meirihluti Vöku er fallinn! Hvað nú? Munu Vaka og Röskva mynda samsteypustjórn? Mun önnur hvor hreyfingin bjóða Háskólalistanum samstarf? Hver sem niðurstaðan verður, þá er þetta stórsigur fyrir Háskólalistann. Ef Stúdentaráð kemst nálægt því að vera heilt og óklofið út á við, þá er það stór áfangasigur fyrir H-listann. Glæsilegt, glæsilegt!

25 hús verða rifin við Laugarveg. Ég tek heils hugar undir með Ólafi F. Magnússyni í að mótmæla því. Mér rennur til rifja að sjá grisjuð burt rótgrónustu hús borgarinnar. Það getur verið að það sé rétt að rýma til fyrir nýjum húsum; ekki skal ég útiloka það. Ef sú er raunin, þá vildi ég frekar sjá þessa öldnu höfðingja flutta en rifna.

Þessa frétt, um barnaþrælkun í kakóframleiðslu í Vestur-Afríku, er ástæða til að benda á.

Þessa líka. CIA og fleiri vissu vel að árás á WTC væri yfirvofandi. Það, að þeir skyldu ekki grípa í taumana, er vægast sagt tortryggilegt. Fyrst þeir gerðu það ekki liggur næst við að ætla að einhverjir séu með óhreint mjöl í pokahorninu. Sjá einnig hér.

No comments:

Post a Comment