Monday, February 21, 2005

Ég ætla að horfa á Kastljósið í kvöld. Þar verður rætt um trúboð í grunnskólum og mun Sigurður Hólm Gunnarsson mæla gegn því. Ég þarf að taka fram eina athugasemd varðandi mín eigin ummæli í gær, um Sigurð og hans málflutning. Hann segir að kristið trúboð eigi ekki heima í fjölmenningarsamfélagi. Ég er í sjálfu sér sammála því, þótt mér finnist hugmyndin um "fjölmenningarsamfélag" asnaleg. Ég lít einfaldlega svo á að kristið (eða annað) trúboð eigi einfaldlega ekki að vera í verkahring hins opinbera. Alls ekki. Aldrei nokkurn tímann. Hreint ekki. Nixen bixen. Foreldrar og söfnuðir geta vel séð um það sjálfir ef þeim finnst það skipta máli. Ríkisvaldið á að vera algjörlega sekúlar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Steingrímur J. Sigfússon stingur upp á að stjórnarskrá Íslands kveði á um að það verði friðlýst fyrir kjarnorkuvopnum. Heyr heyr, segi ég!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Eftir viku frost er Vantrú komin á kreik aftur. Því ber að fagna!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Eftir mánaðar þögn ræskir Gagnauga sig aftur og er komið með glæsilegt nýtt útlit. Það er nú flott hjá þeim, en ég vona að það komi fleiri greinar. Ég hef meiri áhuga á innihaldinu en útlitinu. Tékkið annars á heimildamyndahátíð Gagnauga sem stendur yfir í Snarrót um þessar mundir. Ýmislegt áhugavert þar á ferð. Talandi um Gagnauga, þá getur hér að líta athyglisverða úttekt á því sem efasemdarmenn um 11. september halda fram, þar sem sett eru fram mótrök. Mér þætti fróðlegt að sjá þeim svarað.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Þrítugasti hver jarðarbúi er þrælkað barn, skv. þessari frétt. Þrítugasti hver. Það er hægt að skrapa saman milljörðum fyrir stríðstólum, en til að leysa barnaánauð, hungur eða drepsóttir? Sorrí, ekki til neinir peningar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Ísraelar sleppa palestínskum föngum sem flestir voru næstum búnir að afplána hvort sem er. Í fréttinni segir:

Ísraelsstjórna sleppir föngunum til að styrkja Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, í sessi og auka líkur á friðarviðræðum.
...
Þetta er samkvæmt vopnahléssamkomulagi Abbas og Sharons, forsætisráðherra Ísraels, fyrr í mánuðinum sem á að binda enda á uppreisn Palestínumanna sem hefur staðið í í fjögur ár. 8.000 Palestínumenn eru í ísraelskum fangelsum og fangabúðum margir án þess nokkru sinni að hafa verið ákærðir eða dæmdir.

Abbas er mikið í mun að friðmælast við Ísraela. Í viðtali við þýska vikuritið Der Spiegel segist hann reiðubúinn að semja um eina af helstu kröfum Palestínumanna fyrr og síðar, rétt palestínskra flóttamanna til að snúa heim. Miljónir Palestínumanna voru hraktir frá heimkynnum sínum þegar Ísraelsríki var stofnað 1948, margir búa enn í flóttamannabúðum.


Sharon reynir að styrkja Abbas í sessi. Kallið mig svartsýnan, en mér þykir það satt að segja ills viti. Flestum þessara fanga ætti að sleppa tafarlaust. Styrkja í sessi? Hvers vegna ekki að leyfa bara palestínsku þjóðinni að lifa í friði?

Vinnandi Palestínumaður er yfirleitt fyrirvinna stórrar fjölskyldu. Fyrir hvern af þessum 8000, sem margir eða flestir sitja inni saklausir, er fjölskylda sem er ekki bara hnuggin heldur svöng.

Ef Abbas segir að til greina komi að "semja" um rétt flóttamanna til að snúa heim, þá er hann að gera alvarleg mistök. Það er óásættanleg niðurstaða að flóttamenn séu sviptir réttinum til að snúa heim. Fyrir utan að Abbas getur það ekki einu sinni. Réttur flóttafólks til að snúa heim er einstaklingsbundinn og það er ekki hægt að svipta mann réttinum til að fara heim til sín.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Bush lofar betri heimi. Bush er lygari.

No comments:

Post a Comment