Thursday, February 10, 2005

Ég gekk Skothúsveg úr austri fyrr í dag. Nokkuð bar fyrir augu mín: Vestast í Hljómskálagarðinum, eða meðfram Bjarkargötu, vestast í trjálundinum sem myndar vestur-hluta Hljómskálagarðsins, hefur verið tekin heljarmikil fjöldagröf. Hún gín þarna, tveir faðmar á breidd, 40 eða 50 faðmar á lengd og 2,5-3 faðmar á dýptina. Hverja skyldi eiga að fjöldamyrða? Ætli kínverskur erindreki sé á leiðinni og Njarðvíkurskóli dugi ekki lengur fyrir Falun Gong-menn?

No comments:

Post a Comment