Wednesday, February 2, 2005

Hann Doddi hefur bloggað heilmikið upp á síðkastið og ég tel ástæðu til að benda fólki á að líta í heimsókn til hans. Skrifar m.a. um stríð og frið, lýðræði, olíu, umhverfismál og fleira. Drengur góður, hann Doddi. Þar sem ég talaði um þennan "al-Zarqawi", þá benti Doddi á þessa grein sem ég bendi hér með á. Í þessari grein reifar William Bowles málið með "Zarqawi" býsna vel. Ég hvet fólk til að lesa hana.

~~~~~~~~~~~~~~~~

Kommenterað var:
ég hef ekkert við þetta að bæta, nema það að ég hef enga trú á að unnt sé að snúa hagkerfinu til betri vegar.

Hins vegar er smá smuga að brjóta það niður og byggja nýtt.
Það er nú einmitt það sem ég vildi sjá gerast. Nýtt hagkerfi vex upp innan þess gamla eins og ungi inni í eggi. Þegar unginn er orðinn nógu stálpaður brýtur hann skurnina utan af sér. Það er best og árangursríkast að brjóta gamla kerfið niður jafnóðum og það er mögulegt, með því að grafa undan stoðum þess. Þ.e. með því að byrja á uppbyggingu nýja kerfisins, sem með yfirburðum sínum mundi veita gamla kerfinu skeinuhætta samkeppni.

~~~~~~~~~~~~~~~~

Lesið grein Aiwazar á Vantrú um Jesú og Kertasníki. Mögnuð grein, alveg hreint.

~~~~~~~~~~~~~~~~

Íslensk grein á CorporateWatch: Nobody can afford to allow the divine Icelandic dragon of flowers and ice to be devastated by corporate greed.

~~~~~~~~~~~~~~~~

Forseti Íraks segir það fráleitt að biðja innrásarherinn að fara heim.
American officials have so far resisted setting a deadline for withdrawal, fearing it would provide a boost to Iraq's insurgency.
Einmitt, það er ástæðan. Nei.

~~~~~~~~~~~~~~~~

NYT eru með ágæta grein um ástandið í Nepal. Gyanendra konungur var, í stuttu máli sagt, að gera vont verra með því að taka völdin formlega sjálfur. Og þó. Kannski hraðar þetta falli hans.

~~~~~~~~~~~~~~~~

Var annars að lagfæra linkana hér til hliðar, og bætti í leiðinni inn link á RIM: Revolutionary International Movement, en það eru alþjóðasamtök maóista, sem m.a. nepalski maóistaflokkurinn er í. Á síðunni eru þeir svo með linka á fjöldan allan af maóistaflokkum, sem fróðlegt að að skoða.

~~~~~~~~~~~~~~~~

Spurt var:
Hvernig ber að skilja þá staðhæfingu að BNA hafi staðið fyrir stríði Sóvétmanna í Afganistan?



Og áttu við að CIA hafi smíðað Al Queda til að viðhalda ógn sem engin er, svo að stöðugt megi ráðast inn í ný og ný lönd með stuðningi eigin þjóðar?
Mitt svar: CIA stunduðu áróðurs- og undirróðursstarfsemi í Afghanistan áður en átök brutust út. Þeir grófu undan stjórn sovét-leppsins Najibullah og hjálpuðu til við að skipuleggja og þjálfa mujahedeen-skæruliðana. Minnugir þess, hvernig Víetnam-stríðið þrengdi að Bandaríkjunum, þá sáu hugmyndafræðingar að svipað stríð sem Sovétmenn lentu í gæti haft vægast sagt alvarlegar afleiðingar fyrir Sovétríkin. Svo þeir bjuggu í haginn fyrir stríð í Afghanistan. CIA og Brzesinsky þjóðaröryggisráðgjafi hlutu samþykki Carters forseta fyrir því að styðja skæruliðana gegn Sovétmönnum hálfu ári áður en innrásin átti sér stað. Ávinningurinn af því að veikja Sovétríkin í Kalda stríðinu er auðvitað augljós, en reyndar tengist þessu líka smygl á heróíni, sem hefur verið mikilvæg tekjulind fyrir CIA.

Hin spurningin var hvort CIA hefðu smíðað al-Qaeda sem tæki til að réttlæta innrásir. Ég treysti mér ekki til að fullyrða að áætlanagerðin hafi sú, en hitt er annað mál, að (a) CIA áttu mjög stóran þátt í tilurð mujahedeen-skæruliðanna, sem al-Qaeda samtökin spruttu upp úr, (b) það voru/eru bakdyra-tengsl milli CIA og al-Qaeda allar götur síðan og enn í dag, (c) bin Laden fjölskyldan og aðrir hlutar saúdi-arabísku elítunnar eiga mjög mikilla hagsmuna að gæta í Bandaríkjunum og bandaríska elítan í Saúdi-Arabíu og (d) þegar al-Qaeda gera eitthvað reglulega alvarlegt, þá á Bandaríkjastjórn iðulega einkennilega auðvelt með að nýta sér það í eigin þágu.

Ég held, satt að segja, að al-Qaeda hafi ekki verið skipulagt á 8. áratugnum, en hins vegar þarf engan snilling til að sjá hvernig vinnandi fólk og æskulýður í arabalöndunum hefur orðið róttækari og róttækari og þar með frjór jarðvegur fyrir róttæka pólitík. Þá var um a.m.k. tvennt að velja, (a) að sósíalistar næðu undirtökunum, byltingar fylgdu í kjölfarið, og bandaríska heimsveldið missti löndin úr greipum sér eitt af öðru og jafnvel fyrir fullt og allt, og hin gerspillta elíta arabalandanna yrði hengd upp á hálsinum öðrum til viðvörunar eða (b) að róttækir íslamistar næðu undirtökunum - kostur: hyggjast a.m.k. ekki afnema stéttaskiptingu eða slátra valdastéttinni, heldur getur valdastétt arabalandanna þvert á móti fært sér afturhaldspólitík íslamista í nyt, þótt hún sé beggja handa járn, þótt ekki væri nema með því að veita reiðinni útrás í hatri á Bandaríkjunum í stað haturs á valdastéttinni heima fyrir.

Nú væri barnaskapur að ætla að hreyfing íslamista væri eitthvað þjált verkfæri í höndunum á CIA. Hún er það að sjálfsögðu ekki. Engu að síður hafa CIA leynileg ítök innan hreyfingarinnar (samanber Mossad og herská samtök Palestínumanna) og geta komið ýmsu til leiðar, og hafa oft gert.

No comments:

Post a Comment