Saturday, February 5, 2005

Bill Van Auken skrifar um kosningarnar í Írak og ber saman við kosningarnar í Víetnam 1967. Sá samanburður er vægast sagt áhugaverður: Báðar kosningarnar eru skrípaleikur, til þess ætlaður að réttlæta heimsvaldastríð. Lesið greinina; hann hefur mikið til síns máls. Það er ástæðulaust að vera bjartsýnn um framhaldið í Írak.

~~~~~~~~~~~~~

Ég var loksins að sjá Super Size Me, sem er ansi áhugaverð mynd. Þeir sem hafa ekki nú þegar tekið meðvitaða ákvörðun um að sniðganga McDonald's og ámóta rusl-keðjur (já, líka KFC og Burger King!) ættu að horfa á þessa mynd og lesa síðan Fast Food Nation eftir Eric Schlosser. Málefni skyndibitaiðnaðarins reifað og tekið á flestum hliðum þess.

~~~~~~~~~~~~~

Hópur Belga reynir hópsjálfsmorð með blásýru. Mistekst. Hvers vegna? Aðferðin sem þeir notuðu - sama aðferð og hómópatar nota til að útbúa "lyf" - virkar ekki.

~~~~~~~~~~~~~

Bandaríkin: Gangavarða-löggur í skólum útbúnir með taser-rafbyssur. Óhugnanlegt.

~~~~~~~~~~~~~

Hér er áhugaverð grein um vímuefni, vandamál og bönn.

No comments:

Post a Comment