Friday, February 25, 2005

Á deiglunni er stungið upp á því, að opnað verði fyrir þann möguleika að vera skráður í fleiri en eitt trúfélag. Því ekki það? Ég sé ekki hvers vegna trúfélög ættu ekki að hafa sömu réttarstöðu og önnur frjáls félagasamtök. Er skráning í þau ekki bara nokkuð sem þau eiga sjálf við félaga sína?
~~~ ~~~ ~~~

Ísraelar heimila verulega útþenslu landtökubyggða á Vesturbakkanum.
~~~ ~~~ ~~~

Athyglisverð greinargerð um "Bush-kenninguna".
~~~ ~~~ ~~~

Jónína Guðmundsdóttir, skólastjóri Holtaskóla, ætti að mínu mati að snúa sér að öðru en skólastjórn. Í þessari frétt segir hún um kristniboðið í skólanum: "Við munum ekki hætta nema okkur verði skipað að gera svo og ég skil ekki með hvaða rökum ætti að gera það."
Í alvöru talað, manneskja sem skilur ekki rökin fyrir því að halda trúboði utan við grunnskóla, og skilur ekki muninn á trúboði og færðslu um trú, er á rangri hillu í lífinu ef hún vinnur sem skólastjóri.
~~~ ~~~ ~~~

Þetta hugsa ég að ég kíki á:
Eigum við erindi í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna?
Samtök um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg, félag ungs áhugafólks um vestræna samvinnu, standa fyrir opnum fundi um þá stefnu stjórnvalda að Ísland taki sæti í öryggisráði SÞ árið 2007 þ.e.a.s. ef við hljótum fylgi til þess. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 1. mars 2005 kl. 17:00 í Skála á II. hæð Hótels Sögu. Umræðuefnið er hvort Íslendingar eigi erindi í öryggisráðið, en það er spurning sem brennur á þjóðinni um þessar mundir.

Meðal spurninga, sem velt verður upp á fundinum eru: Getur smáþjóð eins og Ísland haft hlutverki að gegna innan öryggisráðs SÞ? Eigum við að taka þátt í að greiða atkvæði í öryggisráðinu um óvinsælar hernaðaraðgerðir SÞ í ríkjum sem ógna heimsfriði? Getur vopnlaus og friðsæl þjóð eins og Ísland leyft sér að forðast að taka örlagaríkar ákvarðanir í flóknum deilum í fjarlægum löndum eða heimsálfum? Er ávinningurinn þess virði? Hvað fengjum við jákvætt út úr setu okkar í öryggisráðinu?

...
Framsögumenn:
· Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
· Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins.
· Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður og formaður Vinstri grænna.

No comments:

Post a Comment