Saturday, February 12, 2005

Var að koma út fyrstu vettvangsferð Hins íslenska tröllavinafélags. Gengum fjögur upp að Tröllafossi í Mosfellssveit. Ferðin gekk að flestu leyti, en veðrið var vægast sagt hryssingslegt. Hífandi norðanrok, allmikil ofankoma og mjög mikill skafrenningur. Við vorum öll kyrfilega klædd, og veitti sko ekki af. Gengum upp að Tröllafossi og átum nokkuð af nesti þar, en gengum svo til baka og átum súrmat og fleira í jeppabifreið formannsins. Sérstaklega var ánægjulegt hvernig maturinn var að mestu leyti gaddfreðinn. Harðfiskurinn stóð undir nafni; ég hef tuggið skósóla sem voru mýkri undir tönn. Já, þessi ferð gekk frekar vel. Hið íslenska tröllavinafélag getur vel við unað.

No comments:

Post a Comment