Thursday, October 27, 2005

Ummæli Ahmadinejads

Ég held að Ahmadinejad Íransforseti sé að blöffa með herskáum ummælum sínum um Ísrael. Hann er íhalds-popúlisti og skorar án efa mörg prik hjá trúbræðrum sínum um víða veröld með því að gefa sig út fyrir að vera sterki leiðtoginn sem óttast ekki júðana vondu. Þessi ummæli koma sér illa fyrir frið og stöðugleika en vel fyrir Ahmadinejad sjálfan og þá sem hann treystir helst á. Er þetta ekki nákvæmlega það sama og Bush gerir með því að tala digurbarkalega um hryðjuverkamenn (þ.e.a.s. múslima og aðra skuggalega náunga)?

No comments:

Post a Comment