Monday, October 10, 2005

Meðal aðal stefnumála Gísla Marteins er að setja skautasvell á Ingólfstorg og fjölga blómum í borginni. Ágætar hugmyndir, en vægast sagt þykir mér framboð hans þunnur þrettándi ef áherslurnar eru þessar. Þessar og brosmilda beibífeisið með skeggbroddana sína tíu. Reyndar þykir mér árangur R-listans í borgarstjórn vera býsna góður ef þetta er það besta sem Gísli á til, að kvarta undan blómaleysi. Hvað er líka málið með hann og námsferil hans? Útskrifaðist úr Verzló án þess að hafa lokið prófum, og sagðist vera stjórnmálafræðingur þótt hann ætti 1/3 eftir af náminu. Hvaða rugl er þetta eiginlega? Hverju sætir þessi óheiðarleiki?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ögmundur Jónasson skrifar gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Samfélagsþjónusta á að vera rekin af samfélaginu og hananú!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Kommadistró Íslands verður með umsvif á miðvikudaginn og laugardaginn. Sjá nánar hér.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í einhverri grein í Mogganum í dag skrifaði verkfræðingur einn um Reykjavíkurflugvöll. Sagði að ríkið og borgin sæju fram á að hagnast um stórfé af sölu landsins sem flugvöllurinn þekur, og tók svo fram að þau rök væri "ótæk" vegna þess að hið opinbera ætti ekki að standa í slíku. Hægrisinnaður áróður gegnsýrir okkur. Hver segir að hið opinbera eigi ekki að standa í slíku? Hver segir það? Svarið er að þetta eru engin rök, þetta er bara mantra sem hægrimenn hafa tönnlast svo mikið á að fólki finnst hún vera sönn. M.ö.o. áróður.

No comments:

Post a Comment