Monday, October 17, 2005

Ljóðaþýðing: Der heimliche Aufmarsch


Alla fyrrinótt var ég með lag á heilanum, lagið Der heimliche Aufmarsch eftir Weinert og Eisler, flutt af Ernst Busch. Þetta er baráttusöngur kommúnista frá millistríðsárunum, þegar þeir börðust gegn uppgangi fasista og um leið gegn stríðinu sem var verið að undirbúa gegn Sovétríkjunum, og braust loks út sem síðari heimsstyrjöldin. Lagið er hrífandi, og þegar ég kom heim úr vinnunni í gærmorgun tók ég mig til og þýddi það yfir á íslensku:

Blásið til sóknar


Það er hvíslað í hverju landi, hvað er það, verkamenn?
Það eru herskáir heimsvaldasinnar, hlustið á, verkamenn!
Auðhringar bæði og iðnjöfrar makka, arðræningjarnir í klíkunum,
safnandi liði um veröldu víða: Í víking gegn Sovétríkjunum!

Félagi, sjá: Þeir fylkja hernum, fnasandi og grenjandi um kynstofnsins rétt!
Þetta er atlaga heimsins herra, gegn hungraðri, kúgaðri öreigastétt!
Trompetablásturinn, trumburnar þungu, eiga að traðka byltinguna undir hæl!
Sem öskrandi bylur fer stríðið um storð, stríðið gegn þér, börðum þræl!

Verkamenn, bændur, vopn ykkar mundið, verjist nú sveinar og fljóð!
Fasista ræningjafylkingar mölvið, funi hver bringa af móð!
Af geirunum dreyrrauðir gunnfánar blakta, glymja um verksmiðjur heróp og köll,
úr rjúkandi auðvaldsins rústum vér sjáum rísandi framtíðar ódáinsvöll!
Úr rjúkandi auðvaldsins rústum vér sjáum rísandi framtíðar ódáinsvöll!


Upprunalegi þýski textinn er svona:

Der heimliche Aufmarsch


Es geht durch die Welt ein Geflüster, Arbeiter hörst du es nicht?
Es sind die Stimmen der Kriegsminister, Arbeiter hörst du sie nicht?
Es flüstern die Kohle,- und Stahlproduzenten, es flüstert die chemische Kriegsproduktion,
es flüstert von allen Kontinenten: MOBILMACHUNG GEGEN DIE SOWJETUNION!

Arbeiter horch, sie ziehen ins Feld und schreien für Nation und Rasse!
Das ist der Krieg der Herrscher der Welt gegen die Arbeiterklasse!
Denn der Angriff gegen die Sowjetunion, ist der Stoß ins Herz der Revolution
und der Krieg der jetzt durch die Länder geht, ist der Krieg gegen dich, Prolet!

Arbeiter, Bauern, nehmt die Gewehre, nehmt die Gewehre zur Hand!
Zerschlagt die faschistischen Räuberheere, setzt alle Herzen in Brand!
Pflanzt euren roten Banner der Arbeit auf jeden Acker, auf jede Fabrik!
Dann steigt aus den Trümmern der alten Gesellschaft die sozialistische Weltrepublik!
Dann steigt aus den Trümmern der alten Gesellschaft die sozialistische Weltrepublik!

No comments:

Post a Comment