Tuesday, October 25, 2005

Jafnrétti, stéttabarátta og fleira

Það var góð tilfinning að ganga um mannhafið í miðbænum í gær. Góð tilfinning að finnast Íslendingar einu sinni vera færa um að sameinast um verðugt málefni. Um leið og ég fagna þróttmikilli jafnréttisbaráttu þykir mér að sama skapi miður hvað hún er takmörkuð. Jafnréttisbaráttan er nefnilega slitin úr sínu náttúrlega samhengi, stéttabaráttunni. Lóðið er nefnilega að valdahlutföll kynjanna hafa allt að gera með hvernig þau skiptast eftir stéttum. Forréttinda- og eignastéttin samanstendur að langmestu leyti af körlum - og það hefur áhrif niður allan píramídann. Lausnin er ekki að fjölga konum í forréttindastéttinni heldur afnema forréttindastéttina sem stétt, en í staðinn komi stéttlaust samfélag þar sem fólk nýtur skilyrðislauss jafnréttis. Ég er hræddur um að jafnréttisbarátta sem stefnir ekki að þessu sé dæmd til að hnjóta um sín eigin fótakefli. Hún verður ekki slitin úr samhengi við stéttabaráttuna án þess að fórna heilum ósköpum af sjálfri sér um leið.
Til að mynda er það grýttur vegur að ætla kvenþjóðinni að komast til áhrifa með aukinni menntun. Menntun er vitaskuld góð og gild og vegur svo sannarlega á metunum - en ein og sér getur hún ekki ráðið úrslitum. Það sem ræður úrslitum er valdið í efnahagskerfinu - eignarhald eða yfirráð. Frá þeirri rót rennur allt annað. Konum er ekki haldið utan við forréttindastéttina af þeirri ástæðu að þær séu konur heldur einfaldlega vegna þess að þær eru ekki hluti af henni nú þegar. Það er sama ástæðan og heldur öllum hinum - á að giska 95% þjóðarinnar - utan við forréttindastéttina. Það eru forréttindin sem þarf að afnema, þá getum við farið að tala um jöfnuð, lýðræði og fleira sem við hlökkum til að njóta.
Í bjartsýni minni á að fólk sé skynsamt og taki sönsum, þá bíð ég með eftirvæntingu eftir að þessi 40 eða 50.000, sem voru með mér í miðbænum í gær, átti sig á stéttasamhengi og stéttaeðli jafnréttisbaráttunnar og beiti spjótunum þangað sem þau eiga að rata: Að rótum vandans, stéttaskiptingu og valdi í samfélaginu almennt.
=== === === ===
Úr þunglega ritskoðuðum pressuheimi Nepals heyrast áhyggjuraddir: Vopnahléinu sem Prachanda og maóistar lýstu einhliða yfir um daginn kann að vera stefnt í voða. Það dansar nú á línu, þökk sé óvarkárni konungshersins:
The question we all wanted to ask [...]: Is the RNA out to sabotage the ceasefire?
At least 35 people have died since the CPN (Maoist) declared, on September 3, unilateral ceasefire for three months. Out of them, 25 have been killed by soldiers of the Royal Nepalese Army (RNA) or by the unified command led by the army, while two policemen and one RNA soldier died in Maoist-laid landmine blasts.
During the ceasefire period, four civilians were also killed - two by Maoists (one of them by Maoist's sham court), one by security forces (in Bahadurpur in Palpa) and the remaining one by state-supported vigilante group in Ama VDC, Rupandehi, Oct 17).
[...]
In at least two incidents, the RNA soldiers killed six and four Maoists in cold blood, according to the reports of the Citizens' Committee to Monitor Ceasefire, the UN OHCHR and INSEC. On September 24, the security forces gunned down six rebels and a civilian in Bahadurpur, Palpa and four rebels in Belbari, Morang on October 15. [...]
Prachanda, in his statement announcing the three-month ceasefire, had also warned of resuming hostilities if his cadres were killed, So far, he and his cadres have not retaliated despite the provocative killings. We just hope they will not only remain steadfast in honoring their ceasefire but also extend it indefinitely. The royal government has been deservedly exposed on where it stands when it comes to establishing peace and ensuring that no more Nepalis die. [...]
The killing of Maoists after taking them into control time and again would force the Maoists to resume violence. And this means, the revival of a major excuse of the royal putsch for absolute power. Also, the army's absolute sway over civil administration throughout the country, as we have seen since February 1, would remain.
=== === === ===
Ísraelsher viðurkennir að notast oft við agent provocateur-aðferðina til að espa upp og réttlæta ofbeldi gagnvart Palestínumönnum við friðsamleg mótmæli.
=== === === ===
Norður-Kóreumenn segjast vilja sama viðmót, sömu virðingu og önnur kjarnorkuveldi njóta. Er það skrítið?
=== === === ===
I am a firm believer in the people. If given the truth, they can be
depended upon to meet any national crisis. The great point is to bring
them the real facts.
-- Abraham Lincoln
=== === === ===
Knowledge will forever govern ignorance; and a people who mean to be
their own governors must arm themselves with the power which knowledge
gives.
-- James Madison

No comments:

Post a Comment