Sunday, October 16, 2005

Í gær, laugardag, stóð ég mína fyrstu pligt á anarkistabókasafninu í TÞM. Þar var hið sívinsæla Kommadistró Íslands með í för. Eftir það fór á á styrktartónleika Radda málleysingjanna, og þar var Kommadistróið einnig á borðum. Rúnari og Tomma þakka ég kærlega aðstoðina.
Chavez segir að heimurinn sé á barmi olíukreppu. Eins og Mogginn segir þetta mætti næstum því halda að þetta kæmi einhverjum á óvart. Að heimurinn sé á barmi olíkreppu, það er að segja, ekki að Chavez skyldi hafa orð á því.
=== === === ===
Dindill.is er heimasíða sem ég var að rekast á í fyrsta skipti. Er hún nýtilkomin? Hver veit nema maður eigi eftir að reka nefið þar inn í framtíðinni.
=== === === ===
Nýleg árás í rússnesku borginni Nalchik segir Sunday Times að sé verk íslamskra öfgamanna sem eigi sér það markmið að stofna íslamskt harðlínuríki í Suður-Rússlandi. Svona fullyrðingum tek ég með fyrirvara. Það sama er sagt um Checheníu. Eins og allt í einu spretti upp einhver öfgahreyfing, eins og úr pólitísku eða félagslegu tómarúmi. Trúverðugt? Mér þykir sennilegri skýring að í þessu héraði sé mikil óánægja með stjórn Rússa - eins og í Checheníu - og þess vegna grípi menn til vopna. "Herskáir múslimar" er það sem rússnesk yfirvöld vilja að við álítum þessa menn, svo okkur þyki allt í lagi að það sé gengið milli bols og höfuðs á þeim. Herskáir eru þeir, greinilega. Múslimar líka. Það þýðir samt ekki að það sé orsakarsamband þar á milli. Nei, ég tel pólitískar, félagslegar og efnahagslegar skýringar sennilegri en einhverja sjálfsprottna "illsku" sem lyktar meira af áróðri en nokkru öðru.
=== === === ===
Indverska ríkisstjórnin hefur gagnrýnt aðför nepölsku krúnunnar að borgararétitndum, ekki síst ritskoðun. Nú bregðast nepalskir kóngsmenn harkalega við, segja að þetta séu innanríkismál og þau komi Indverjum ekkert við. Bhuwan Thapaliya skrifar á Global Politician að Nepal sé sennilega verr stjórnað en nokkru öðru landi í Suður-Asíu, stjórnmálin þar séu svo þversagnakennd, flóking og misvísandi að óhætt sé að kalla Nepal "pólitíska tilraunastofu". Mér finnst það góð líking; þetta er nú einu sinni ein aðalástæðan fyrir áhuga mínum á málefnum Nepals.
Talandi um áhuga minn á Nepal: Um daginn skrifaði ég tvær litlar greinar á Wikipedia, báðar tengdar stríði fólksins í Nepal. Gaman þótti mér að sjá að það er einhver hreyfing á þeim; þeim hefur verið eitthvað breytt síðan ég gekk frá fyrstu útgáfu. Það hlýtur að benda til þess að einhver lesi þær og kæri sig um að bæta þær. Það getur varla verið nema gott. Ef einhver hefur áhuga á að vita það, þá er önnur greinin um Chandra Prakash Gajurel, miðstjórnarmann í nepalska maóistaflokknum, sem situr í fangelsi í Chennai (sem áður hét Madras) á Indlandi. Hann er betur þekktur sem félagi Gaurav. Hin greinin fjallar um CCOMPOSA, (Coordination Committee of Maoist Parties and Organizations of South Asia - nafnið útskýrir sig væntanlega sjálft).
=== === === ===
Norður-Kóreumenn eiga von á mjög góðri uppskeru í ár að sögn FAO. Það er gott.

No comments:

Post a Comment