Friday, October 7, 2005

Það hlýtur að vera erfitt að búa í Zimbabwe. Prófessor Jonathan Moyo skrifar harða ádeilu um Mugabe forseta í blaðið New Zimbabwe: Murambatsvina: a compelling case for early presidential elections. Ég held að Mugabe sé á miklum villigötum, en reyndar held ég að tilraunir hans til að skipta löndum hvítra búgarðaeigenda milli landbúnaðarverkamanna - Aðgerð Chimurenga - sé góð hugmynd til að byrja með. Þótt framkvæmdin hafi ekki gengið sem skyldi. Ég held að það sé spælandi að vera stjórnarandstæðingur í Zimbabwe samt. Stjórnarandstaðan, Movement for Democratic Change (MDC) er ekkert skárri en Mugabe. Þar er meira að segja skítablesinn Ian Smith innanborðs, þrælmennið sem stýrði landinu meðan það hét Suður-Rhódesía og var með apartheid eins og Suður-Afríka - sem Mugabe braut á bak aftur með flokki sínum, ZANU-PF. Það var í öllu falli gott hjá honum, að koma Smith frá.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Meira frá Afríku: Stjórnvöld í Eþíópíu fullyrða að Al Qaeda sé með mikil umsvif í Sómalíu. Er þetta ekki að verða þreytt? Ef heimsvaldasinnar vilja hlutast til um eitthvað land, þá fullyrða þeir bara að Al Qaeda sé með umsvif þar, eins og það rétltæti hvað sem er. Ef ég vildi ráðast á Jan Mayen, þá yrði mitt fyrsta verka ð lýsa því yfir að það væri nauðsynlegt vegna hryðjuverkaógnar. Eþíópía hefur langa sögu um að hlutast til með innanríkismál Sómalíu. Þeim gengur ekkert til annað en einkahagsmunir.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nepalskir maóistar láta 500 manns lausa eftir að hafa haldið þeim á nokkurra daga "endurmenntunarmnámskeiði". Sko ... ég get alveg fallist á það að fólk hafi gott af að fræðast um byltingarsinnaða hugmyndafræði, en að gera það undir gínandi byssuhlaupum, það líst mér öllu verr á.
Á hinn bóginn, þá gæti þetta fólk vel hafa farið sjálfviljugt en sagst hafa farið tilneytt til að komast hjá hefndum þrælahers konungsins. Það er ekkert grín að hafa samúð með maóistum í Nepal ef maður býr á yfirráðasvæði konungsins og þræla hans.
Hmm... hér er samanburður á Nepal og Perú sem er ekki alveg galinn.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Alexander Lúkasénkó skýrir frá því að Vesturlönd stundi áróður gegn Hvíta-Rússlandi. Það ku vera athyglisvert að svipast um í Hvíta-Rússlandi. Hver veit nema maður eigi það eftir.

No comments:

Post a Comment