Thursday, October 20, 2005

Írak: Saddam, Sistani og stjórnarskráin

Saddam er bara vígreifur, hann kann að koma fyrir sig orði þykir mér. Þessi réttarhöld eru skrípaleikur, aulaleg tilraun til réttlætis sigurvegarans. Þórður bendir réttilega á hræsnina; á meðan Saddam er sóttur til saka fyrir glæpi sem framdir voru með vitund Vesturveldanna, þá er ekki verið að kæra neinn fyrir þau hundruð þúsunda mannslífa sem Vesturveldin hafa á samviskunni vegna viðskiptabanns og átaka. Ef einhvern ætti að kæra fyrir glæpi gegn mannkyninu, þá væru það Bush eldri og Clinton og Blair - og samsekir vitorðsmenn þeirra, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson.
En Saddam er ekki af baki dottinn. Ég með mína réttlætiskennd hef auðvitað samúð með lítilmagnanum, sem í þessu tilfelli er Saddam Hussein. Heimsvaldasinnunum hefur tekist það sem ég taldi ómögulegt, að láta mig fá samúð með Saddam.
Hér er áhugaverð grein um að umsvif shí'íta-klerka í Írak virðast fara minnkandi:
Low Shiite Turnout in South May Signal Waning Influence of clerics [...]
when asked what they liked so much about the document, which even the Shiite Muslim politicians who dominated its drafting have acknowledged is far from perfect, Sarraf gave what turned out to be a common response in this Shiite spiritual center.
"We are with the marjiya ," he said, referring to the members of the highly influential Shiite religious council that asked followers to support the referendum. "If they say 'Vote yes,' we vote yes."
Þarna fer greinilega maður sem veit hvað hann vill. Ég held að á óöruggum tímum eins og eru í Írak, þegar ríkisvald og borgaralegt félag trosna í sundur af álagi, leiti fólk samkenndar og forystu "nær" sér - í ættahöfðingjum og trúarleiðtogum, sem skipta ekki eins miklu þegar ástandið er öruggt eða - réttara sagt - stöðugt. Ef þetta er rétt hjá mér, þá eru mikil áhrif íraskra klerka og ættahöfðingja rökrétt afleiðing af ástandinu að öðru leyti.
On polling day in Najaf, where local officials say more than 80 percent of voters backed the constitution, a majority of those interviewed said they had never read a word of it or knew little or nothing about its contents.
Þar hafið þið það: Höfðu ekki lesið staf í stjórnarskránni sem þeir voru að fara að greiða atkvæði um - fóru bara eftir því sem höfðingjarnir sögðu. Þetta hlýtur nú að gera leikinn auðveldari fyrir hernámsliðið, einhver hrossakaup við höfðingjastéttina er allt sem þarf, en ekki að fólkið sé friðþægt með efnislegum hætti. Ætli Sistani og félagar hafi afnám auðvaldsins og þjóðnýtingu olíulinda og tafarlausan brottflutning innrásarhersins á dagskrá? Ætli það? Hvernig á Írak að geta orðið sjálfstætt með þessum hætti? Svar: Það getur það ekki. Ef Írak á að geta orðið sjálfstætt þarf það forystu sem sameinar fólk í fyrsta lagi ekki eftir trúar-eþnískum brotalínum heldur stéttaskiptingu og sem í öðru lagi ber hagsmuni hinna vinnandi stétta Íraks og þjóðarinnar fyrir brjósti. Já, ég er að tala um byltingarsinnaðan og stéttvísan kommúnistaflokk.
"There are two types of authority: political and religious. And of the two, religious is higher," said Mohammad Khuzai, a representative of Bashir Najafi, one of Iraq's four top Shiite clerics
Þetta er nú ekki alveg nákvæmt hjá karlinum - trúarlegt átorítet er ekki hærra, en (a) þegar hætta steðjar að og fólk verður óöruggt, þá stendur trúin nær því en ríkisvaldið og (b) þegar pólitíski vettvangurinn er í molum en sá trúarlegi ekki - tja, hverjir eru þá best færir um að leiða fólkið?
Across southern Iraq today, the clerics' faces adorn T-shirts, posters and signs along highways and main streets. Ubiquitous graffiti declare "Yes, yes Sistani." [...]
Before Saturday's vote, Sistani "urged" Shiites to support the constitution, using language that fell short of the order he issued in January.
Ég hef játað það áður að Ayatollah Sistani fellur mér heldur betur í geð en flestir trúarleiðtogar gera. Ég held að hann hafi brjóstvit og manngæsku til að bera - en sem prestur hefur hann ekkert að gera með pólitík. Það mega shí'ítarnir nú eiga, að vilja halda trú og pólitík í sitthvoru lagi. En nú telur Sistani sig hafa náð að landa sæmilega góðum díl fyrir sitt fólk - shí'íta - og þá vill hann festa það í sessi með samþykki við þjóðaratkvæði, og skorar á fólk er segja . Þarna er á ferðinni afturhaldssöm sérhagsmunastefna sem snýst um hagsmuni eins trúar-eþnísks hóps umfram aðra og mun blanda loft lævi í mörg ár fram í tímann, og passar alveg við að trúarleiðtogi hafi mótað hana. Hver sá leiðtogi sem talar fyrir hönd tiltekins hagsmunahóps hlýtur að bera hag þess hins sama hóps fyrir brjósti, ekki satt? Það þýðir þá líka að einu stjórnmálaleiðtogarnir sem upp á er púkkandi eru þeir sem bera hag vinnandi almennings fyrir brjósti og eru stéttvísir, gegnheilir og starfa lýðræðislega.
Muhammed Hamuzi, secretary of the Najaf branch of Iraq's Communist Party, one of the country's oldest political institutions, said he believed the marjiya were withdrawing from politics because they feared their reputation had suffered from involvement in the last election.
"The government that came out of it has failed. I am not saying that people do not still follow the marjiya, because they do, but clearly in this referendum many people did not follow their instructions, even Sistani's," Hamuzi said. "People are following political leaders more than before, rather than religious ones."
Þessi skýring þykir mér hljóma nokkuð frambærileg. Átorítet trúarleiðtoga er eðli málsins samkvæmt viðkvæmara en átorítet fjölskyldu eða ríkisvalds þannig að það er vandmeðfarið, jafnvel enn frekar en hitt átorítetið, ef það á að halda trúverðugleika sínum.
"These days I think it depends on their opinions. If the marjiya's opinions are better, people will follow them. If the politicians' are better, they will follow them," said Sadr Aldeen Qubunchi, the top official in Najaf for the Supreme Council.
...það hljómar ekki ólógískt.

No comments:

Post a Comment