Monday, October 31, 2005

Þrennt

Erill hjá lögreglunni. Í þetta skipti kunna þeir engar skýringar aðrar en að það séu mánaðamót. Á menningarnótt kunni Geir Jón þá skýringu á svona erli, að tunglið hefði verið fullt (sjá þessa frétt með heimskulegum ummælum Gunnlaugs stjörnu"spekings"). Lesið þessa grein, þar sem útskýrt er hvað það er mikið vit í þessum fabúlum um tunglið.
=== === === ===
Óeirðirnar í París standa enn. Athyglisverð ummæli: „[I]nnflytjendur búa í kuldalegum blokkum sem virðast hafa verið hannaðar af þeim sem byggðu risahverfi í Sovétríkjunum fyrrum“ -- ha?? (Ég hef nú komið í svona „risahverfi“ og það var bara alls ekki eins kuldalegt og ég bjóst við.)
=== === === ===
Hjálparstarfi hætt í Pakistan vegna fjárskorts?? Það eru þúsundir manna, nei, hundruð þúsunda, í nauðum en þeim er ekki hjálpað vegna fjárskorts? Hvar var þessi fjárskortur þegar verið var að kaupa orrustuþoturnar og skriðdrekana sem núna eru að mala Íraka og Palestínumenn? Peningum sem fara í að drepa múslima er greinilega vel varið. Peningum sem fara í að bjarga þeim er það greinilega ekki. Síðan eru menn hissa á að það sé óánægja. Ja, ég er alla vega ekki mjög hissa.
Það má svo bæta öðru við: Musharraf hershöfðingi, valdaræningi og einræðisherra eyðir morð fjár í hergögn og eldflaugar og kjarnorkuvopn -- ef þeir fjármunir hefðu í staðinn farið í að hækka standardinn á húsbyggingum, bæta samgöngur og heilbrigðiskerfið, þá má telja næsta víst að þessar hamfarir hefðu ekki orðið svona mannskæðar.

No comments:

Post a Comment