Friday, October 28, 2005

Nokkrar ábendingar

Það er fjáröflunarmatarboð í Snarrót klukkan 19:00 í kvöld. Aðeins 1000 krónur fyrir matinn, rauðleitur drykkur innifalinn, góður málstaður og góður félagsskapur. Nú er tækifærið til að bjóða makanum út, ha?
=== === === ===
Stefán Pálsson skrifar um niðurstöðurnar úr stóru könnuninni um trúarlíf Íslendinga. Þessi könnun var gerð fyrir Þjóðkirkjuna fyrir nokkru síðan og greidd úr Kristnihátíðarsjóði - þ.e.a.s. af ríkinu. Niðurstöðunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu, og hún er vonbrigði. Könnunin er ómarktæk, ónothæf, það er hreint ekki mikið hægt að fræðast af henni. Spurningarnar eru leiðandi, valmöguleikar of takmarkaðir, skilgreiningar átakanlega óskýrar o.s.frv. Sjá hér hvað hin æðislega Þjóðkirkja hefur að segja um þessa druslu könnun sína.
=== === === ===
Í Hvíta-Rússlandi er dauðarefsing tekin upp aftur - „tímabundið“. Auk þess segist Lúkasénkó munu hætta við að bjóða sig fram í sautjánda sinn í næstu forsetakosningum ef fólkið „biður hann um það“. Lesendur mínir hafa frjálsar hendur með spekúlasjónir um þetta.
=== === === ===
Indverjum er að fara að berast liðsauki til að reyna að bæla niður byltingu maóista í Andra Pradesh, Uttar Pradesh og víðar. Hvaðan? Frá Kína. Þegar kínverska ríkisstjórnin sker upp herör gegn maóistum í öðrum löndum, ætli megi þá ekki segja að kínverska gagnbyltingin sé fullkomnuð? Það vantar kannski bara að skipta merki hins svokallaða kommúnistaflokks út fyrir öxina og kornknippið?
=== === === ===
Ég hvet fólk til að lesa grein Kurt Nimmo um ummæli Ahmadinejads hins grimma um Ísrael, og um utanríkisstefnu bandarískra nýkóna í Miðausturlöndum.
...og úr því minnst er á Ísrael, þá eru Gush Shalom skýrir að vanda: Another "elimination" - Another suicide bombing - Another retaliation - Another Kassam rocket - And so on, until the next intifada.
=== === === ===
Selwyn Duke heitir maður sem ég fæ ekki betur séð en að sé ansi hægrisinnaður. Samt má lesa þessa grein eftir hann, um málfrelsi og „hate crime“; í henni eru nokkrir góðir punktar.
=== === === ===
Pyndingar Bandaríkjastjórnar eru enn í gangi ef einhverjum datt annað í hug.
=== === === ===
Seinna í dag ætla ég að pósta hérna langri hugleiðingu um hvernig anarkistar og marxistar ættu að slíðra sverðin og taka höndum saman í nýrri fylkingu.

No comments:

Post a Comment