Tuesday, October 18, 2005

Kvennafrí, N-Kórea o.fl.

Það var lagið! Ég skora á konur að taka þátt í þessu kvennafríi kl. 14:08 þann 24. október næstkomandi! Kynbundinn launamunur er óhæfa og ætti ekki að þekkjast.
Það minnir mig á að ég þarf að gera grein fyrir atkvæði mínu varðandi feminisma við tækifæri.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
World Peace Herald greinir frá því að brauðkörfur Norður-Kóreu séu meira og minna tómar þrátt fyrir fyrirheit um góða uppskeru. Næststærsta tóbaksfyrirtæki heims, British American Tobacco, „viðurkennir“ að það reki verksmiðju í Norður-Kóreu.* „Viðurkennir“? Eins og þeir megi ekki reka verksmiðju þar? Norður-Kóreumenn gefa í skyn að þeir muni kannski gera meiri „umbætur“ á efnahagskerfinu, segir FT. Mér þætti gaman að vita í hverju þær „umbætur“ felast. Mér þykir ástæða til, í því samhengi, að minna á nýleg skrif Sverris Jakobssonar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ný sending í Kommadistró Íslands.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Good Americans -- Democrays Grave Diggers?“ spyr Sheila Samples.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Meistari Bill Van Auken skrifar um Judith Miller and the „“New York Times—accomplices in a war based on lies“.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
„They wrote in the old days that it is sweet and fitting to die for one's country. But in modern war, there is nothing sweet nor fitting in your dying. You will die like a dog for no good reason.“
-- Ernest Hemingway

No comments:

Post a Comment