Monday, October 17, 2005

Á nú að fara að einkavæða Landsvirkjun líka? Ég held að nær væri að þjóðnýta hana.
=== === === ===
Jólaauglýsingar IKEA eru byrjaðar strax. Það ætti einhver að skrifa kurteislegt en ákveðið bréf til forsvarsmanna fyrirtækisins og benda þeim á að jólin eru ekki fyrr en í desember.
=== === === ===
Nepalski Congress-flokkurinn ætlar að sniðganga kosningarnar! Það var rétt hjá þeim: Það er ekki hægt að halda frjálsar kosningar við núverandi ástand. Ófrjálsar kosningar eru verri en engar kosningar - þær ber því að sniðganga og það ætlar Congress að gera. Það er gott.
Nepalski herinn drepur fjóra maóista: „In conflicting reports, the army claimed the rebels were killed in a retaliatory attack, while the Maoist rebels alleged they were gunned down in cold blood.“ Þar við bætist: „Maoist insurgents have been carrying out violent activities in different parts of the country despite their unilateral ceasefire, according to the Royal Nepalese Army (RNA).“ (leturbreyting mín) - Herinn er aðili að málinu - hann talar máli konungsins sem ræður honum. Hann er ekki marktæk heimild nema maður muni að hann stendur í baráttu við maóista og allt sem frá honum kemur ber að skoða í því ljósi!

No comments:

Post a Comment