Wednesday, October 12, 2005

Þetta finnst mér vafasöm fyrirsögn á frétt: Súnnítar lýsa yfir stuðningi við nýja stjórnarskrá í Írak. Það væri hægt að segja að margir af leiðtogum súnníta samþykktu þetta, en að gefa til kynna að súnnítar sem slíkir geri það - það er tóm vitleysa. Með því að skipta Írökum í shííta, súnníta og Kúrda er verið að reyna að láta þeim og okkur finnast að Írak sé mjög klofið þjóðfélag. Ég held að það sé ofmælt. Sekúlar þjóðernisvitund - að Írakar líti á sig sem Íraka fyrst og fremst - var til skamms tíma mjög sterk í Írak. Hún er það kannski enn - alla vega trúi ég því varla að það sé djúpt á henni. Klofningur eftir trúar-eþnískum línum tvístrar röðum írösku þjóðarinnar í baráttunni gegn hernáminu og þjónar þannig hernámsliðinu og quislingastjórninni. Auk þess er um leið horft framhjá stéttaskiptingu í Írak: Hvorki shíítar, súnnítar né Kúrdar eru einsleitir hagsmunahópar. Þeir eru allir þverklofnir eftir stéttum - og það eru stéttirnar sem eru mun eðlilegri grundvöllur til sameiningar heldur en eitthvað trúar-þjóðernis-glamur. Skrum. Auðvitað er auðvelt að sameinast um skrum, en það er engu minna skrum fyrir því. Með klofningi af þessu tagi er vinnandi fólk látið fylkja sér á bak við leiðtoga sem eru í besta falli misjafnir, konur fylkja sér bak við karla, kúgaðir á bak við kúgara. Niðurstaðan verður að Írakar falla sundraðir, frekar en standa sameinaðir. Með öðrum orðum, hún verður æskileg fyrir heimsvaldasinnana sem tröllríða landinu. Írak vantar þróttmikinn og stéttvísan kommúnistaflokk.
=== === === ===
Madhav Kumar Nepal, aðalritari Kommúnistaflokks Nepal - Sameinaðra marx-lenínista (ath. það eru ekki maóistar heldur afturhaldssamur flokkur borgaralegra endurskoðunarsinna) hélt ræðu í fyrradag hjá félagi nepalskra blaðamanna, og um hana má lesa hér. Meðal þess sem kom fram er þetta:
"The government's latest announcement of municipality polls has further made it clear that it doesn't want to step down and the confrontation is now between the monarch and democratic forces." [...]
He also said that the seven-party alliance is holding an informal negotiation with the Maoists. "But the Maoists should first make their position clear about multi-party democratic system, human rights and peoples' sovereignty," he said. "I think the Maoists are now holding their internal meeting regarding these issues and the formal talk will take place after they come out with a decision," he added. [...]
He also said the parties were expecting harsher moves in the days to come. "New constitution may be introduced, political parties and unions could be banned," he said, adding, "But we are undeterred in our mission and will continue with our movement until democracy and peoples' sovereignty is restored."

No comments:

Post a Comment