Friday, October 21, 2005

Stutt blogg í dag

Föstudaginn 21. október verður Kommadistró Íslands í Snarrót í kjallara Kaffi Hljómalindar, Laugavegi 21, milli kl. 18 og 19.
=== === === ===
Hungurverkfallið í Guantanamo-pyntingabúðunum er komið fram á þriðja mánuð. Menn eru orðnir að fram komnir og næringu er neytt ofan í þá í gegn um slöngu sem liggur í gegn um nefið. Það er fátt í samtímanum sem gerir mig eins reiðan og þessi meðferð á lifandi fólki. Þegar meðferð á fólki er annars vegar, þá eigum við okkur standard. Verstu kjör sem við teljum nokkrum manni boðleg eru sá standard. Allt ofan á það eru forréttindi. Það versta sem nokkrum manni er boðið í dag, þannig að við sættum okkur við það, gæti okkur verið boðið næst. Ef við mótmælum ekki hræðilegri meðferð á föngum í Guantanamo, höfum við þá rétt til að mótmæla þegar það verðum við sem sætum svona meðferð? Ef við mundum mótmæla þessari meðferð á sjálfum okkur, hvers vegna látum við þá þessa meðferð á föngum í Guantanamo viðgangast?
Réttindi þeirra eru réttindi okkar. Stríðið gegn þeim í dag er stríðið gegn okkur á morgun.
=== === === ===
Tölvuprentarar prenta leynimerki til að hægt sé að rekja frá hvaða prentara blað er upprunnið. Það er ekki verið að deila þessu með almenningi, hmm?
=== === === ===
Sumt fólk er núna á Anarchist Bookfair í London. Ég væri til í að vera í þeim hópi. En ekki er ég það.
=== === === ===
BNA: Dulbúið skref stigið til að afvopna almenning.

No comments:

Post a Comment