Tuesday, October 11, 2005

Nepalska stjórnin kynnir herta ritskoðun - þá þarf maður ekki lengur að velkjast í neinum vafa um hversu trúverðugar fréttir frá Nepal eru. Þær eru m.ö.o. allar óeðlilega vilhallar konungdæminu. Af því má álykta að myndin sem hefur verið upp af maóistum sé líka óeðlilega dökk.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Abimael Guzman bregst ókvæða við ásökunum um að vera hryðjuverkamaður í enduruppteknum málaferlum gegn honum: "Ég er byltingarmaður og hef hvorki verið né mun nokkurn tímann verða hryðjuverkamaður," segir hinn sjötugi perúvíanski maóistaforingi.

No comments:

Post a Comment