Monday, November 16, 2009

Heill þjóðfundur af frösum

Ég sagði einhvars staðar að það yrði fróðlegt að sjá hvað kæmi út úr þessum sk. þjóðfundi. Það sem er fróðlegast að sjá var það sem ég bjóst svosem við, sem er að það kom ekkert út úr honum. Ekkert nema frasar sem þýða ekki neitt. Jæja, það má svo sem segja eitthvað jákvætt um hvernig til hans var boðað og eitthvað þannig, en hvað svo? Hvað á að gera með það að "heiðarleiki" sé æðsta gildið? Kemur það einhverjum á óvart? Er niðurstaðan nokkur önnur en sú að flestir stjórnmálamenn hafi oftast rétt fyrir sér? Hvað er hægt að gera við margra metra langan lista af frösum sem sumir hverjir þýða ekki neitt, eru í mótsögn hverjir við aðra og hver getur túlkað eftir sínu höfði?

1 comment:

  1. Það sem væri merkilegt er, að fólk er kannski að ljúga því að heiðarleikinn sé svona mikilvægur. Því þó maður vilji ógjarnan láta lúga að sér, þá hika fæstir við að ljúga sjálfir.

    ReplyDelete