Wednesday, November 4, 2009

Hreinn, Vaclav og Steingrímur

Hreini Loftssyni finnst að nánustu bandamenn sínir eigi að fá annan séns til að reka Bónus. Hverjum kemur það á óvart? Hverjum er ekki sama? Ef einhver vill vita hvað mér, óbreyttum heilbrigðisstarfsmanni, finnst, þá er það að þessi skoffín hafi fyrirgert öllu sínu í þessu landi og eigi bara að vera þakklát fyrir að hafa ekki verið gerð höfðinu styttri.
-- -- -- --
Vaclav Klaus virðist ætla að undirrita Lissabon-sáttmálann. Það eru að sönnu slæmar fréttir. (Sjá grein mína: Lissabon-bókunin: Hvað er nú það?)
-- -- -- --
Steingrímur J. segist bjartsýnn á farsælar lyktir IceSave. Ef IceSave lyktar farsællega í alvörunni, þá verður Steingrímur J. því miður ekki efstur á þakkarlistanum.

No comments:

Post a Comment