Monday, November 30, 2009

Áraun vegna kreppunnar

Í kreppunni eru ærin verkefni fyrir framsækin þjóðfélagsöfl, og þau sjá um það sjálf að skipta sér í hafra og sauði, eftir því hvernig til tekst. Frammistaða ríkisstjórnarinnar hefur valdið vonbrigðum, jafnvel mönnum eins og mér sem gerðu sér ekki nema jarðbundnar væntingar í byrjun. Aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar láta líka á sér standa. Ætli erfiðleikarnir megni að hreinsa til í henni?

Í næstu lotu byltingarinnar þarf ný og skýr strategísk og taktísk markmið. Hvorki og mörg né of fá. Hér eru nokkur sem koma sterk inn til að byrja með: Burt með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, burt með forsetann, burt með forystu Alþýðusambandsins, burt með verðtrygginguna. Fleiri uppástungur, einhver?

No comments:

Post a Comment