Monday, November 9, 2009

Að sniðganga Moggann

Ég hef sama og ekkert hróflað við Moggablogginu mínu frá því Davíð Oddsson var gerður að ritstjóra Moggans. Á sama tíma hef ég næstum ekkert lesið Moggann, og næstum ekkert opnað Mbl.is. Ég segi "næstum" vegna þess að ég hef alveg gert það í eitt og eitt skipti, en það er mér ekki sáluhjálparatriði. Það er fín tilbreyting að fá fréttirnar aðallega úr öðrum miðlum, þótt það sé nokkuð ólíkt líka. Hinir miðlarnir eru oftast ekki eins yfirgripsmiklir eða vandaðir. Já, og svo eru þeir víst allir pólitískir líka, hver á sinn hátt. Er Ari Edwald eitthvað betri en Davíð Oddsson? Er ekki bara betra að fjölmiðill sé hreinskilinn í sinni harðpólitísku stefnu og hagsmunagæslu? Ég meina, maður veit þó hvar maður hefur hann. Ætti maður kannski bara að lesa Moggann oftar? Er í öllu falli nokkur ástæða til að sniðganga síðuna þeirra?

No comments:

Post a Comment