Undir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur aldrei verið og mun aldrei verða byggt upp neitt "norrænt velferðarkerfi". Þetta er staðreynd. Eina velferðin sem kemst að hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er velferð auðvaldsins. Þetta eru hvorki ýkjur, grín né klisja. Ríkisstjórn sem starfar undir handarjaðri AGS er því annað hvort beinlínis að ljúga þegar hún talar um "norræna velferðarstjórn", eða þá að hana skortir alvarlega innsæi í aðstæður. Ég veit satt að segja ekki hvort er verra.
Eitt það sem ríkisstjórn Íslands á sameiginlegt með ríkisstjórnum Norðurlanda er að standa í niðurskurði á velferðarkerfinu. Er það kannski það sem er átt við, að gera eins í velferðarmálum og er í tísku á hinum Norðurlöndunum og skera niður?
Eða þýðir "norræn" velferðarstjórn kannski að velferðin sé frátekin fyrir norrænt fólk og ekki t.d. unga Íraka sem flýja hingað undan stríði sem íslenska ríkið studdi?
Annars finnst mér bjánalegt tal um að stjórnin hérna eigi að vera "norræn". Hvað annað ætti hún að vera? Suðræn kannski? Vísar þetta orð ekki til landfræðilegrar legu?
Monday, November 2, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Pja, hún gæti t.d. vestræn. Um að gera að taka sér kerfið í Bandaríkjunum til fyrirmyndar. Þar hefur nú einkavæðing í heilbrigðiskerfinu aldeilis komið sér vel fyrir þjóðina.
ReplyDelete