Vísir greinir frá því að...
Alþingi hefur nú tvær vikur til afgreiða Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar ... Tíminn er naumur en Bretar og Hollendingar geta sagt samkomulaginu upp einhliða um næstu mánaðmót verði Alþingi ekki búið að afgreiða málið. Óvíst er hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir íslenskt efnahagslíf."Óvíst" -- nefnilega það. Getur einhver frætt mig um það, hvað er "worst case scenario" í þessu? Hvað er það versta sem getur gerst ef Alþingi fellir samninginn? Getur það orðið verra en að það samþykki hann? Að það samþykki fáránlegar ábyrgðir sem það mun aldrei geta staðið undir? Er ógnin kannski frá forsætisráðuneytinu? "Jóhanna Sigurðardóttir ... hefur lagt mikla áherslu á að frumvarpið nái fram að ganga [annars] gæti ríkisstjórnin einnig fallið." [Sama heimild.]
Hvað er þetta eiginlega? Heldur hún að þessar eilífu hótanir séu ennþá teknar alvarlega? Ég segi: Látið bara reyna á hvort þetta er blöff eða ekki. Látið hana sýna spilin. Ef Samfylkingin er svo áfram um að koma þjóðinni í skuldahlekki að hún sé tilbúin að fella ríkisstjórnina til þess, þá verði henni að góðu. Og gangi henni þá líka vel að finna samverkamenn til þess. Og kjósendur til að kjósa sig aftur.
"Nú er ekki tíminn til að breyta," hef ég heyrt sagt. Bull. Það er einmitt núna sem það er nauðsynlegt. "Vinstri menn eiga ekki að gagnrýna aðra vinstrimenn," hef ég heyrt sagt. Bull. Ef það er til pólitísk kategóría sem innifelur bæði Gylfa Arnbjörnsson, Einar Karl Haraldsson og sjálfan mig, þá er sú kategóría markleysa. Sá sem styður auðvaldsskipulagið fær gagnrýni frá þeim sem eru á móti auðvaldsskipulaginu. Er það ekki eðlilegt? Hvað er annars hægt að segja um samstarf við fáránlega hægri-Blairista-krata sem eru með Evrópusambandið á heilanum? Hvað er hægt að segja um það að kóa með þeim í ríkisstjórn? Hverjum datt í hug að kalla það "ábyrgð" og "raunsæi" að gera slíkt?
No comments:
Post a Comment