Thursday, November 19, 2009

Árni Páll í fyrradag

Stéttarfélagið mitt, SFR, varð 70 ára í fyrradag. Í ljósi þjóðfélagsástandsins þótti við hæfi að hafa hátíðahöldin látlaus. Árni Páll Árnason var hátíðarræðumaður á afmælis-trúnaðarmannafundi í fyrradag. Ég get ekki sagt að hann hafi heillað mig upp úr skónum. Eftir ræðu, sem samanstóð að miklu leyti af almennum sannindum, barlómi yfir skuldum og gorgeiri yfir því hvað ríkisstjórnin væri réttsýn, þá klykkti hann út með því að segjast hafa "reynt að stilla marxismanum í hóf". Það verður ekki annað sagt en það síðastnefnda hafi tekist ágætlega.

Eftir ræðuna voru fyrirspurnir. Ég reið á vaðið: Það er margt sem ég hef að athuga við störf ríkisstjórnarinnar, og flest af því á það sameiginlegt að vera með fingraför Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því. Hvernir litist Árna Páli á að landstjóra sjóðsins á Íslandi yrði sagt að taka pokann sinn og það strax? Hann svaraði í löngu máli og fór út í alls konar smáatriði sem hann hefði ekki þurft. Efnislega var svarið hans samt bara: "Illa".

No comments:

Post a Comment