Monday, November 9, 2009

Þjóðfundur

Það stendur til að halda "Þjóðfundur". Það virðist í fljótu bragði vera ágæt hugmynd og tímabær, og ég ætla ekki að vera með neina svartsýni svona fyrirfram. PR-lyktina sem maður finnur af texta á heimasíðunni verður maður bara að leiða hjá sér. Það verður samt fróðlegt að sjá útkomuna. Ég hnaut um eitt í spurningum og svörum, í #13 segir: "Þjóðfundurinn er ópólitískt ... verkefni". Ópólitískt? Er við miklu að búast af fundi sem ætlar að marka landinu nýja stefnu án þess að vera pólitískur? Ég vil ekki vera með úrtölur, en höfum við ekki fengið nóg af ópólitískum stjórnmálafundum?

No comments:

Post a Comment