Á annarri öxlinni á mér situr engill sem segir að allir eigi leiðréttingu orða sinna, að það eigi að gefa fólki annan séns ef það lærir af mistökum sínum og að meiru skipti að laga það sem hefur skemmst heldur en að hefna sín á skemmdarvörgum.
Á hinni öxlinni á mér situr púki sem segir að fólk eigi að uppskera eins og það sáir, fullorðið fólk eigi að hafa vit fyrir sér sjálft og það séu bara makleg málagjöld þegar glannar koma sér í klípu.
Ég býst við að þeir hafi báðir nokkuð til síns máls.
Monday, November 2, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment