Friday, November 27, 2009
Hliðar-ríki í Nepal?
Nepalskir maóistar (sem núna kalla sig Sameinaðan kommúnistaflokk Nepals, eftir sameininguna við Kommúnistaflokk Nepals -- sameinaða marx-lenínista) hafa átt við ramman reip að draga þar sem borgaralegu stjórnmálaflokkarnir eru annars vegar. Forsetinn hefur hindrað þá í starfi, Prachanda sagt af sér forsætisráðherraembættinu og allt verið í stáli. Þeir hafa sniðgengið borgaralega ríkið og boðað nýja andspyrnu. Nú eru þeir að undirbúa stofnun "ríkis við hliðina á ríkinu", þrettán sjálfstæð umdæmi sem þeir munu stjórna. Það verður fróðlegt að fylgjast með því.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment