Það er í einu orði sagt fáránlegt að heyra ríkisstjórnina tala um að IceSave-málinu ljúki. Það eru þeir sjálfir sem berjast gegn því að því ljúki. Því lýkur ekki, það er ekki frá, fyrr en það er annað hvort komið á hreint að þessar skuldir verða aldrei greiddar, ellegar þá að þær verða greiddar að fullu og landið búið að jafna sig eftir þær. Þar sem hið fyrra er væntanlega tilfellið -- að þær verða aldrei greiddar -- þá er hinn möguleikinn bara bull. Ef maður seilist nógu langt til að kalla eitthvert greiðsluplan "raunhæft", þá erum við í öllu falli að tala um áratugi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Íslenskir skattborgarar verða að koma sér undan IceSave-ánauð, með góðu eða illu. Ef það er ekki hægt að koma vitinu fyrir ríkisstjórnina, þá stendur valið milli þess að gera byltingu eða flýja land í tugþúsundatali. Ég hygg að margir séu reiðubúnir til að leggja ýmislegt á sig áður en þeir eru hraktir úr landi vegna undirlægjuháttar við fjármálaauðvaldið.
Tuesday, December 1, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment