Tuesday, September 6, 2005

Sprengjumaðurinn í London 7/7, sem sprengdi strætóinn, reyndi að ná í vitorðsmenn sína skömmu áður en sprakk. (Sjá frétt.) Það mundi passa við þá kenningu að hann hafi verið nytsamur sakleysingi sem einhverjir óprúttnir menn drápu um leið og þeir notuðu hann í myrkraverki. Hann grunaði að ekki væri allt með felldu og hringdi því í vini sína en hafði ekki erindi sem erfiði. Síðan sprakk fjarstýrð sprengja í bakpokanum hans. Kannski gerðist þetta svona.

Í skoðanakönnun á Bretlandi reyndist Karl Marx vera álitinn mesti heimspekingur sögunnar. (Sjá frétt.) Merkilegt. Líka merkilegt að þetta hafi ekki farið hærra.

No comments:

Post a Comment